Erlent

Forseti S-Kóreu harmar morðin

Óli Tynes skrifar
Smellið á kortið til að stækka.
Smellið á kortið til að stækka.

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst harmi yfir fjöldamorðunum sem brottfluttur landi hans framdi í Bandaríkjunum. Kóreskir embættismenn héldu í gær neyðarfundi um málið, þar sem þeir óttast hefndaraðgerðir gegn þeim mikla fjölda Kóreumanna sem búa í Bandaríkjunum.

Fjölskylda Cho Seung-Huis bjó í ódýrri kjallaraíbúð í útjaðri höfuðborgarinnar Seoul. Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna fyrir 15 árum. Kona sem segist hafa verið leigusali fjölskyldunnar segir að hún hafi búið við kröpp kjör. Þegar hún flutti til Bandaríkjanna hafi faðirinn sagt að hún flyttist þangað vegna þess hversu erfitt lífið væri í heimalandinu. Það væri betra að búa einhversstaðar annarsstaðar en í Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×