Erlent

Sego saxar á Sarko

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga og mælist nú með nánast jafn mikið fylgi og helsti keppinautur sinn, Nicolas Sarkozy. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn.

Leikar eru heldur betur teknir að æsast fyrir fyrri umferðina á sunnudaginn því skoðanakannanir sem birtar voru í frönskum fjölmiðlum í dag benda til þess að forskotið sem hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy hafði á aðra frambjóðendur fari óðum þverrandi. Nú er því spáð að hann fái 27 prósent atkvæða en Segolene Royal, frambjóðendi sósíalista 25 prósent, ef gengið yrði til kosninga nú. Sá munur telst vart marktækur. Francois Bayrou fengi nítján prósent og hafnaði í þriðja sæti. Fyrir seinni umferðina sjötta maí mælist svo fylgi þeirra Sarko og Sego, eins og Frakkar kalla þau, hnífjafnt. Royal ávarpaði stuðningsmenn sína í Nantes í gær og þar voru jafnréttis- og innflytjendamál henni hugleikin.

Sjálfsagt er fáir jafn ósammála þeim skoðununum sem Royal hélt þar fram og þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen sem er enn í fullu fjöri. Samkvæmt könnunum fengi Le Pen 15,5 prósent en margir telja stuðningur við hann sé í raun mun meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×