Erlent

33 létu lífið í skotárásunum í Virginíu

Lögreglumenn sjást hér aðstoða fólk við að komast úr skólanum fyrr í dag.
Lögreglumenn sjást hér aðstoða fólk við að komast úr skólanum fyrr í dag. MYND/AP

33 létust, þar á meðal byssumaðurinn, í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Forseti skólans sagði frá því á fréttamannafundi sem fram fór í kvöld og var í beinni útsendingu hér á Vísi. Aldrei áður hafa jafnmargir látið lífið í skotárás á skólalóð í sögu Bandaríkjanna.

Forseti skólans, Charles Steger, sagði fréttamönnum að 15 hefðu særst í árásunum og að enn ætti eftir að bera kennsl á byssumanninn en hann framdi sjálfsmorð. Lögregla skólans sagði að þeir hefðu rannsakað fyrri skotárásina sem einangrað atvik og því hefði skólanum ekki verið lokað. Önnur árásin átti sér stað um tveimur klukkutímum seinna og talið er að sami maðurinn hafi verið að verki í þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×