Erlent

Ritstjórar Berlingske gengu út

Tveir aðalritstjórar danska blaðsins Berlingske Tidende hafa gengið út vegna áforma um sparnað sem mun kosta 350 starfsmenn vinnuna. Sparnaðaráætlanirna voru kynntar í desember síðastliðnum, eftir að bretinn David Montgomery keypti útgáfuna. Ritstjórarnir Niels Lunde og Elisabeth Rune, tilkynntu að þau hefðu ekki áhuga á að taka þátt í frekari niðurskurði.

Nýr aðalritstjóri hefur verið ráðin Lisbeth Knudsen, sem áður var fréttastjóri Danmarks Radio. Hún hóf feril sinn í blaðamennsku á Berlingske, fyrir margt löngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×