Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas 15. apríl 2007 23:55 Devin Harris átti góðan leik fyrir Dallas gegn San Antoino í einvíginu um Texas í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira