Els í forystu á Heritage mótinu 14. apríl 2007 16:48 NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari. Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira