Erlent

Boris bakkar með byltinguna

Óli Tynes skrifar
Boris Berezovsky
Boris Berezovsky

Rússneski auðkýfingurinn Boris Berezovsky hefur dregið í land í hótunum sínum um byltingu, eftir að rússnesk yfirvöld hvöttu þau bresku til að framselja hann. Samkvæmt breskum lögum mega flóttamenn ekki hvetja til byltingar í heimalöndum sínum. Rússar hafa oftar en einusinni krafist þess að fá Berezovsky framseldan.

Í viðtali við breska blaðið Guardian, sagði Boris Berezovsky að hann leitaðist við að æsa til byltingar í Rússlandi og að það þyrfti að beita afli til þess að skipta um ríkisstjórn í landinu. Í viðtalinu notaði Berezovsky reyndar orðið "force" sem bæði má þýða sem "afl" og sem "valdbeiting."

Eftir að fréttist af framsalskröfu Rússa útskýrði Berezovsky að hann hvetti alls ekki til valdbeitingar. Hann hefði frekar verið að tala um fjöldamótmæli eins og urðu í Georgíu árið 2003 og Úkraínu árið 2004, sem í báðum tilfellum leiddu til stjórnarskipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×