Golf

Undirbúa sig fyrir golfsumarið

Ungu kylfingarnir verða klárir í slaginn í sumar.
Ungu kylfingarnir verða klárir í slaginn í sumar. MYND/Skessuhorn

Ungmenni úr golfklúbbnum Leyni skelltu sér í æfingaferð til Novo Santai Petri á Spáni. Það var Karl Ómar Karlsson golfkennari sem var umsjónamaður ferðarinnar. Í hópnum eru 22 strákur og stelpur ásamt tveimur fararstjórum og einu foreldri. Ferðin er liður í undirbúningi fyrir golfsumarið sem óðum nálgast.

Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að ungmennin hafi verið dugleg að safna styrkjum upp í ferðina í samvinnu við foreldranefnd Leynis. Meðal þess sem gert hefur verið í fjáröflunarskyni er varsla við þrettándabrennu Akraneskaupstaðar, vörutalning í verslunum, útburður blaða, páskabingó, kleinusala, pappírssala og ýmislegt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×