Fótbolti

Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

Leikmenn Tottenham fóru mjög illa að ráði sínu í kvöld og féllu úr keppni þrátt fyrir að vera miklu betri gegn Sevilla
Leikmenn Tottenham fóru mjög illa að ráði sínu í kvöld og féllu úr keppni þrátt fyrir að vera miklu betri gegn Sevilla NordicPhotos/GettyImages

Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik.

Sevilla er því komið í undanúrslit keppninnar þó það hafi átt undir verulegt högg að sækja í síðari hálfleiknum. Bremen er einnig komið í undanúrslitin eftir 4-1 sigur á Alkmaar í Þýskalandi. Osasuna sigraði Leverkusen 1-0 í kvöld og samtals 4-0 og þá er spænska liðið Espanyol komið þangað eftir 0-0 jafntefli við Benfica á heimavelli. Spánverjarnir unnu útileikinn 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×