Fótbolti

Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham

Ledley King spilar væntanlega sinn fyrsta leik á árinu í kvöld
Ledley King spilar væntanlega sinn fyrsta leik á árinu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1.

Leikurinn í kvöld verður stærsti Evrópuleikur Lundúnaliðsins í 15 ár og því er mikið í húfi fyrir félagið. Fastlega er reiknað með því að Martin Jol knattspyrnustjóri taki þá áhættu að láta fyrirliða sinn byrja leikinn í kvöld, því segja má að meira og minna allir varnarmenn liðsins séu tæpir eða meiddir.

Miðvörðurinn Michael Dawson er leikfær, en á meðan Richardo Rocha má ekki spila með liðinu í Evrópukeppni, eru allir fjórir bakverðirnir sem verið hafa í liðinu í vetur meiddir á einn eða annan hátt. Miðvörðurinn Anthony Gardner er sömuleiðis meiddur og því er ljóst að ansi fáir valkostir eru til staðar fyrir knattspyrnustjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×