Erlent

Íranar brýna klærnar

Nouri al-Maliki var rekinn úr íranskri lofthelgi.
Nouri al-Maliki var rekinn úr íranskri lofthelgi. MYND/AP

Íranar hafa varað Íraka við því að það geti haft alvarleg áhrif á samskipti landanna ef fimm Íranar sem Bandaríkjamenn handtóku verði ekki látnir lausir. Talið er að það hafi verið vegna þessarra manna sem Íranar ráku flugvél forsætisráðherra Íraks út úr lofthelgi sinni um helgina.

Nouri al-Maliki var á leið til Asíu til þess að leita eftir efnahagsaðstoð til endurreisnar lands síns. Skömmu eftir að flugvél forsætisráðherrans kom inn í Íranska lofthelgi var henni skipað að snúa við. al-Maliki komst til Japans eftir krókaleiðum.

Bandaríkjamenn segja að mennirnir fimm tilheyri írönsku Byltingarvörðunum svonefndu og að þeir styðji hryðjuverkasveitir í Írak. Íranar halda því fram að þeir séu venjulegir diplomatar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×