Erlent

Ungfrú Marple lifir

Ungfrú Marple, söguhetja Agötu Christie, leysti marga ráðgátuna.
Ungfrú Marple, söguhetja Agötu Christie, leysti marga ráðgátuna.

Þegar vistfólkið á elliheimili í Saalfield í Þýskalandi var orðið hvekkt á peningaþjófnuðum, ákvað 95 ára gömul kona í þess hópi að taka til sinna ráða. Hún skildi eftir seðlabúnt á borðinu í herbergi sínu og faldi sig svo á baðherberginu til að sjá hvað gerðist. Fylgdist með í gegnum skráargatið.

Skúringakona kom inn í herbergið eftir nokkra stund og stakk strax seðlabúntinu í vasann. Gamla konan ýtti þá á neyðarhnapp sinn og starfsfólk kom hlaupandi. Skúringakonan viðurkenndi svo að það hefði verið hún sem hefði farið ránshendi um heimilið undanfarna mánuði.

"Ungfrú Marple hefði ekki getað gert þetta betur," sagði tulltrúi lögreglunnar við Reuters fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×