Wetterich heldur forystu á Masters 7. apríl 2007 10:16 Tiger Woods er ennþá inni í myndinni á Masters þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik. Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira