Golf

Rose og Wetterich í forystu eftir fyrsta dag

Wetterich var að leika vel í dag en keppni er skammt á veg komin. Tekst honum að halda uppteknum hætti á öðrum keppnisdegi?
Wetterich var að leika vel í dag en keppni er skammt á veg komin. Tekst honum að halda uppteknum hætti á öðrum keppnisdegi?
Fyrsta keppnisdegi er nú lokið á Masters mótinu sem fram fer á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum og eru tveir kylfingar í efsta sæti. Englendingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich léku manna best í dag og komu inn á þremur undir pari. Rose fékk par á síðustu fjórum holunum en Wetterich fékk skolla, tvö pör og fugl á síðustu fjórum.

 

Sigurvegarinn frá Mastersmótinu í fyrra, Phil Mickelson, er í 43. sæti á fjórum yfir pari eftir afleita byrjun í dag. Hann hóf keppni á því að fá skolla á fyrstu holu eins og svo margir kylfingar í dag en Mickelson fékk svo tvöfaldan skolla á 5. holu.

 

Tiger Woods, sem lauk keppni þriðji í fyrra er í 15. sæti eftir daginn á einum yfir pari en hann fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum í dag.

 

Af vefnum Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×