Margrét Pála, Björn og aprílgabbið, Fjallkonan, kóngur með byssu 2. apríl 2007 18:51 Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, átti stjörnuleik í Silfrinu hjá mér í gær. Margrét Pála boðar meðal annars að sjálfstæður rekstur geti verið konum til hagsbóta, veitt þeim áhrif, myndugleik og betri laun í staðinn fyrir að þær séu "valdsviptar vinnukonur kerfisins" eins og hún kallar það. Margrét rakti að 57 prósent kvenna vinna hjá hinu opinbera, en aðeins 22 prósent karla. Þetta er að sönnu frumleg nálgun og óvænt - en afar sterk í ljósi þess glæsilega starfs sem Margrét Pála hefur skilað í menntageiranum. Það er ekki hægt að segja annað en hún viti hvað hún er að tala um. Ég þóttist svosem vita að þetta myndi ekki falla í kramið hjá Vinstri grænum - því miður er pólitísk umræða hér á landi svo vanþroskuð að ekki má minnast á einkarekstur í mennta- eða heilbrigðiskerfi án þess að menn fari að hrópa um að nú eigi að selja börn og sjúklinga. Samt er það svo að við erum með afar miðstýrt menntakerfi og líklega miðstýrðasta heilbrigðiskerfi á byggðu bóli. Hæfilegur einkarekstur getur vart annað en bætt þjónustuna - hið opinbera myndi hvort sem er borga áfram og fulls jöfnuðar milli þegnanna yrði væntanlega gætt gætt. Meira að segja hin sósíaldemókratíska Svíþjóð hefur gengið miklu lengra á þessari braut en Ísland sem þó hefur yfirleitt verið undir hægri stjórn. Ögmundur Jónasson gerir þetta að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni. Manni skilst helst að honum þyki allt í lagi að hafa gömlu sjálfseignarstofnanirnar innan heilbrigðiskerfisins - DAS og SÍBS - en varasamt sé að fara þessa leið í nútímanum. --- --- --- Það var flott hjá Birni Bjarnasyni að taka þátt í aprílgabbi Stöðvar 2. Hann gerði það mjög vel. Sýndi á sér dálítið óvænta hlið. Björn er kannski meiri húmoristi en margan grunar. En sem talsmaður aukinna varna er hann vonlaus. Menn hlaupa undireins í skotgrafir þegar Björn byrjar að tala um varnarmál - hvort sem það er lögregla, varalið, her eða hversu vel þetta er meint hjá honum. Þetta er bara partur af ímynd Björns og verður ekki breytt úr þessu. Ef á að ná einhvers konar sátt um að búa til sveitir sem geta tekist á við ýmis öryggiverkefni þá er Björn ekki maðurinn til að ná henni. Það ber heldur ekki að vanmeta inngróna vantrú, fyrirlitningu og skilningsleysi Íslendinga á öllu sem tengist hermennsku. Sem er reyndar ein besta hlið þjóðarinnar. ---- --- --- Í þætti mínum í gær vitnaði ég í skilgreiningu Gísla Gunnarssonar sagnfræðiprófessors á umhverfisbylgjunni sem nú gengur yfir þjóðina. Hún hljómar svona og birtist í Morgunblaðsgrein í síðustu viku:"Ég fór að greina sterk "innsæisviðhorf" sem höfðu mikil áhrif. Þar fór þrennt saman: andstaða við tæknibreytingar á "ósnortinni náttúru", andstaða við fjármagn, einkum erlent, (sem tengist andstöðunni við heimsvæðingu) og í þriðja lagi einhvers konar gildishlaðinn órökstuddur "femínismi". "Fjallkonan" var táknið sem sameinaði þetta þrennt." --- --- --- Við Kári gengum eftir Bankastrætinu og ég var að segja Kára frá styttunum sem standa fyrir framan Stjórnarráðið. "Þarna er Hannes Hafstein og þarna er Kristján níundi. Hann var kóngur á Íslandi." "Er hann með byssu?" "Nei, þetta er bara svona blað." "Ég hélt að þetta væri byssa." "Nei, þetta er svona frelsisskjal í föðurhendi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, átti stjörnuleik í Silfrinu hjá mér í gær. Margrét Pála boðar meðal annars að sjálfstæður rekstur geti verið konum til hagsbóta, veitt þeim áhrif, myndugleik og betri laun í staðinn fyrir að þær séu "valdsviptar vinnukonur kerfisins" eins og hún kallar það. Margrét rakti að 57 prósent kvenna vinna hjá hinu opinbera, en aðeins 22 prósent karla. Þetta er að sönnu frumleg nálgun og óvænt - en afar sterk í ljósi þess glæsilega starfs sem Margrét Pála hefur skilað í menntageiranum. Það er ekki hægt að segja annað en hún viti hvað hún er að tala um. Ég þóttist svosem vita að þetta myndi ekki falla í kramið hjá Vinstri grænum - því miður er pólitísk umræða hér á landi svo vanþroskuð að ekki má minnast á einkarekstur í mennta- eða heilbrigðiskerfi án þess að menn fari að hrópa um að nú eigi að selja börn og sjúklinga. Samt er það svo að við erum með afar miðstýrt menntakerfi og líklega miðstýrðasta heilbrigðiskerfi á byggðu bóli. Hæfilegur einkarekstur getur vart annað en bætt þjónustuna - hið opinbera myndi hvort sem er borga áfram og fulls jöfnuðar milli þegnanna yrði væntanlega gætt gætt. Meira að segja hin sósíaldemókratíska Svíþjóð hefur gengið miklu lengra á þessari braut en Ísland sem þó hefur yfirleitt verið undir hægri stjórn. Ögmundur Jónasson gerir þetta að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni. Manni skilst helst að honum þyki allt í lagi að hafa gömlu sjálfseignarstofnanirnar innan heilbrigðiskerfisins - DAS og SÍBS - en varasamt sé að fara þessa leið í nútímanum. --- --- --- Það var flott hjá Birni Bjarnasyni að taka þátt í aprílgabbi Stöðvar 2. Hann gerði það mjög vel. Sýndi á sér dálítið óvænta hlið. Björn er kannski meiri húmoristi en margan grunar. En sem talsmaður aukinna varna er hann vonlaus. Menn hlaupa undireins í skotgrafir þegar Björn byrjar að tala um varnarmál - hvort sem það er lögregla, varalið, her eða hversu vel þetta er meint hjá honum. Þetta er bara partur af ímynd Björns og verður ekki breytt úr þessu. Ef á að ná einhvers konar sátt um að búa til sveitir sem geta tekist á við ýmis öryggiverkefni þá er Björn ekki maðurinn til að ná henni. Það ber heldur ekki að vanmeta inngróna vantrú, fyrirlitningu og skilningsleysi Íslendinga á öllu sem tengist hermennsku. Sem er reyndar ein besta hlið þjóðarinnar. ---- --- --- Í þætti mínum í gær vitnaði ég í skilgreiningu Gísla Gunnarssonar sagnfræðiprófessors á umhverfisbylgjunni sem nú gengur yfir þjóðina. Hún hljómar svona og birtist í Morgunblaðsgrein í síðustu viku:"Ég fór að greina sterk "innsæisviðhorf" sem höfðu mikil áhrif. Þar fór þrennt saman: andstaða við tæknibreytingar á "ósnortinni náttúru", andstaða við fjármagn, einkum erlent, (sem tengist andstöðunni við heimsvæðingu) og í þriðja lagi einhvers konar gildishlaðinn órökstuddur "femínismi". "Fjallkonan" var táknið sem sameinaði þetta þrennt." --- --- --- Við Kári gengum eftir Bankastrætinu og ég var að segja Kára frá styttunum sem standa fyrir framan Stjórnarráðið. "Þarna er Hannes Hafstein og þarna er Kristján níundi. Hann var kóngur á Íslandi." "Er hann með byssu?" "Nei, þetta er bara svona blað." "Ég hélt að þetta væri byssa." "Nei, þetta er svona frelsisskjal í föðurhendi."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun