Körfubolti

Artest að gefast upp?

Ron Artest er búinn að fá nóg af körfubolta.
Ron Artest er búinn að fá nóg af körfubolta. MYND/Getty

Ron Artest, hinn skrautlegri framherji Sacramento í NBA-deildinni, er sagður vera að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna að loknu núverandi tímabili. Ástæðan, að því er fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda fram, er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Artest vildi ekki tjá sig um málið við ESPN-fréttastofuna ytra og lét aðeins hafa eftir sér að "þetta væri eitthvað sem hann myndi ræða um eftir að úrslitakeppninni lýkur." Artest komst í fréttirnar fyrir skemmstu þegar hann var ákærður fyrir heimilisofbeldi, en leikmaðurinn er þekktur vandræðagemlingur. Skemmst er að minnast þáttöku hans í hópslagsmálunum í leik Indiana og Detroit árið 2005, en fyrir sinn þátt þar fékk Artest 73 leikja bann.

Artest er sagður hafa tjáð nokkrum liðsfélögum sínum hjá Sacramento að hann hyggðist hætta körfuknattleiksiðkun eftir tímabilið til að geta ræktað sambandið við eiginkonu sína, sem stendur víst afar höllum fæti.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×