Lífið

Ættleiðingarferlinu lokið

Angelina heldur á Pax Thien Jolie á leið í VIP herbergi á Tan Son Nhat flugvellinum í Ho Chi Minh borg.
Angelina heldur á Pax Thien Jolie á leið í VIP herbergi á Tan Son Nhat flugvellinum í Ho Chi Minh borg. MYND/AP

Hollywood leikkonan Angelina Jolie hefur nú fengið vegabréfsáritun fyrir nýjasta meðlim fjölskyldunnar, hinn þriggja ára Pax Thien Jolie. Ferð mæðginanna er nú heitið frá Víetnam heim til Bandaríkjanna.

Drengurinn hét áður Pham Quang Sang, en Angelina breytti nafninu í Pax Thien. Nafnið er sambland latneska orðsins fyrir frið og víetnömsku orði fyrir himin.

Pax var yfirgefinn stuttu eftir við fæðingu og bjó á munaðarleysingjahæli í Ho Chi Minh borg. Hann er þriðja ættleidda barn Angelinu. Fyrir eiga þau Brad Pitt Maddox, Zahara og dóttur sem Angelina fæddi í maí á síðasta ári.

Angelinu tókst að halda sig að mestu fjarri ljósmyndurum í Víetnam með því að halda sig innandyra á lúxushótelum. Þegar hún þurfti að sinna erindagjörðum varðandi ættleiðinguna ferðaðist hún um í bílum með dekktum glerjum. Aðeins einu sinni sást til hennar, í einkabílageymslu.

Bandarísk ættleiðingarskrifstofa hrakti fullyrðingar víetnamskra embættismanna um að ættleiðingarferlinu hefði verið flýtt. Með Angelinu í ferðinni voru Maddox fimm ára sem hún ættleiddi frá Kambódíu og Zahara sem er tveggja ára frá Eþíópíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.