Körfubolti

Cuban ætlaði að selja Dallas Mavericks

NordicPhotos/GettyImages

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, segist hafa verið nálægt því að selja félagið eftir að það tapaði fyrir Miami Heat í úrslitunum síðasta sumar. Hann segist hafa hætt við allt saman eftir að hafa átt langt spjall við Dirk Nowitzki.

"Það voru fleiri en þrír og færri en tuttugu aðilar sem sýndu strax áhuga á að kaupa félagið í mánuðinum eftir lokaúrslitin. Ég hefði örugglega ekki séð eftir því að selja félagið ef ég hefði gert það - því þá hefði ég geta tjáð mig afdráttarlaust um ýmsa hluti," sagði Cuban. Enginn maður hefur verið sektaður eins mikið og Cuban af NBA deildinni og hafa skoðanir hans og yfirlýsingar í fjölmiðlum kostað hann hundruði þúsunda dollara í sektir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×