Innlent

Skrautlegar skýringar sannfærðu ekki Hérðsdóm

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands þrátt fyrir skrautlegar skýringar á sakleysi sínu.

Við húsleit áramótin 2005/2006 fann lögregla 12 hundruð grömm af kannabisefnum. Maðurinn gaf þá skýringu að fyrrum leigjandi hans, ætti sjálfsagt eitthvað af efninu. Afganginum hafi gestir hans líklega gleymt, þegar þeir voru í heimsókn hjá honum í tengslum við þjóðhátíð sumarið 2005.

Bók sem fannst við húsleitina með nöfnum og upphæðum tengdist heldur ekki fíkniefnaviðskiptum. Þar var um að ræða lista yfir þá, sem skulduðu honum fyrir trésmíðar.

Héraðsdómur lagði ekki trúnað á þessar skýringar, heldur dæmdi manninn og tvær vitorðskonur hans að auki. Önnur kvennanna fékk nokkurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hin fékk sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×