Erlent

Eldri gerðir berklabóluefnis betri

Getty Images
Eldri gerðir berklabóluefnis virðast virka betur er þær nýrri. Þetta segja franskir læknar. Breytingar sem gerðar hafa verið á erfðaþáttum bóluefnisins til að reyna að draga úr hliðarverkunum þess hafa einnig leitt til þess að það virkar verr. Rannsakendur við Lois Pasteur-stofnunina vilja nú gera tilraunir með eldri gerðir bóluefnis og taka það aftur í notkun. Nýrri gerðirnar eru notaðar í tveimur af hverjum þremur tilfellum nú til dags. Upprunalegt bóluefni var þróað af frönskum vísindamönnum árið 1908 og olli það straumhvörfum í meðhöndlun sjúkdómsins. Bóluefnið hefur stöðugt verið í þróun síðan, en hefur alltaf haft þá grundvallarvirkni að smita í raun sjúklinga með mjög vægu afbrigði berklaveirunnar, sem ekki dugar til að smita þá en kallar fram ónæmisviðbrögð. Nú velta vísindamenn því semsagt fyrir sér að snúa þróunini nokkur ár aftur í tímann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×