Fótbolti

Tottenham í 8-liða úrslit

Dimitar Berbatov skorar hér síðara mark sitt á White Hart Lane í kvöld en hann lagði einnig upp þriðja markið
Dimitar Berbatov skorar hér síðara mark sitt á White Hart Lane í kvöld en hann lagði einnig upp þriðja markið NordicPhotos/GettyImages

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu. 

Bayer Leverkusen vann öruggan 3-0 sigur á Lens og fer áfram 4-2 samtals. Voronin, Barbarez og Juan skoruðu mörk þýska liðsins. Landar þeirra í Bremen eru einnig komnir í 8-liða úrslitin með öruggum 2-0 heimasigri á Celta frá Spáni. Almeida og Fritz skoruðu mörk Bremen í kvöld og fer liðið áfram 3-0 samanlagt. Þá er skoska liðið Rangers úr leik eftir 1-0 tap gegn Osasuna á útivelli í kvöld eftir að hafa gert 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrri leiknum.

Tottenham, Leverkusen, Bremen og Osasuna eru því komin áfram í keppninni, en annað kvöld skýrist hvaða fjögur lið fylgja þeim í 8-liða úrslit.

Á morgun mætast AZ Alkmaar og Newcastle (2-4), Benfica og PSG (1-2), Espanyol og Maccabi Haifa (0-0) og Shakhtar Donetsk og Sevilla (2-2). Innan sviga eru úrslit úr fyrri leikjum liðanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×