Lífið

Hrotur svipta maka tveimur árum

MYND/Getty Images
Þeir sem eiga maka sem hrýtur í svefni missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum.

Tveir þriðju þeirra sem hrjóta eru karlmenn sem oftast eru of þungir. Hrotur þeirra eru verstar eftir áfengisdrykkju.

Meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að hroturnar hefðu áhrif á kynlíf þeirra og 85 prósent töldu að sambandið við makann yrði betra ef hroturnar hættu.

Hrotur geta haft verulega neikvæð áhrif á þá sem þurfa að lifa við þær, er haft eftir Marianne Davey einum stofnenda samtaka um hrotur-og kæfisvefn á fréttavef Ananova. Hún mælir með því að fólk leiti sér hjálpar ef það eigi við þetta vandamál að stríða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.