Innlent

40 prósent telja ójöfnuð milli kynja

Tæp 40 prósent Íslendinga telja konur ekki hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup International í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í henni kemur fram að 56 prósent telja rétt kynjanna jafnan.

 

Rúmlega 90 prósent telja menntun ekki mikilvægari fyrir drengi en stúlkur og 84 prósent telja að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið.

 

Gallup International stendur fyrir alþjóðlegri könnun í um 60 ríkjum ár hvert undir yfirskriftinni "Rödd fólksins". Könnunin hér á landi var gerð í ágúst síðastliðnum og tóku 1400 manns þátt, sem var tæplega 70 prósent svarhlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×