Körfubolti

Dallas setti met með 15. sigrinum í röð

Dallas efur unnið 50 af síðustu 55 leikjum sínum, en aðeins ógnarsterkt lið Chicago Bulls frá 1996 hefur leikið þann árangur eftir
Dallas efur unnið 50 af síðustu 55 leikjum sínum, en aðeins ógnarsterkt lið Chicago Bulls frá 1996 hefur leikið þann árangur eftir NordicPhotos/GettyImages

Dallas Mavericks setti í nótt félagsmet þegar liðið vann 15. sigurinn í röð í NBA deildinni. Dallas lagði Orlando naumlega á heimavelli 92-89 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando, en Dallas varð í nótt 6. fljótasta liðið í sögu NBA til að ná 50. sigurleiknum í deildarkeppninni.

Boston vann þriðja leikinn í röð með sigri á New Jersey í framlengingu 96-88. Al Jefferson skoraði 32 stig og hirti 18 fráköst fyrir Boston en Vince Carter skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst hjá New Jersey.

New York lagði Atlanta 104-100 í framlengdum leik. Stephon Marbury skoraði 38 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New York en Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta.

Cleveland burstaði Toronto 120-97. LeBron James skoraði 36 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh skoraði 25 stig fyrir Toronto.

Detroit vann nauman útisigur á Memphis 92-89. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Mike Miller 24 fyrir Memphis.

San Antonio vann öruggan útisigur á grönnum sínum í Houston 97-74 þrátt fyrir að vera án Tony Parker. Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Tracy McGrady skoraði 21 fyrir Houston.

Sacramento lagði Portland 104-96 á útivelli þar sem Kevin Martin skoraði 33 stig fyrir Sacramento en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland.

Loks burstaði LA Clippers Indiana 87-64. Jamal Tinsley skoraði 16 stig fyrir Indiana en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir Clippers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×