Innlent

Sinfóníuhljómsveitin greiði þrjár milljónir í skaðabætur

Sinfóníuhljómsveit Íslands var í dag dæmd til að greiða fyrrum sviðsstjóra hljómsveitarinnar þrjár milljónir auk málskostnaðar vegna ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm úr héraði frá júní á síðasta ári.

Maðurinn vann sem sviðsmaður hjá hljómsveitinni, en sem sviðsstjóri frá árinu 2002. Hann var þrisvar sinnum áminntur á starfstíma sínum og var að lokum sagt upp vegna "langvarandi vandkvæða" sem fylgdu störfum hans.

Það er mat Hæstaréttar að við uppsögnina hafi Sinfoníuhlómsveitinni borið að gæta ákvæða stjórnsýslulaga. Stefnda var ekki gefinn kostur á að tala máli sínu áður en ákvörðunin var tekin, eins og skylt er samkvæmt 13. grein laganna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×