Innlent

Rykbinding skilar árangri

Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk.

Það hefur gefið góða raun að spúla göturnar með magnesíumklóríðblöndu ef marka má sjálfvirka mæla umhverssviðs borgarinnar. Gunnar Hersveinn hjá umhverfissviði segir að svifryksmengun hafi verið undir heilbrigðismörkum í gær og hafi því rykbinding borgarstarfsmanna skilað árangri. Í Stokkhólmi hefur þetta verið gert lengi og talið að ná megi niður svifryksmengun um 35% með þessum aðgerðum.

Dagurinn í dag hefði átt að bjóða uppá verstu aðstæður hvað svifryk varðar enda þurrt og kalt. Þrátt fyrir þessar kjöraðstæður mengunarinnar var svifryk undir heilsuverndarmörkum og má þakka það rykbindingu á umfeðrargötunum. Í hönd fer sá mánuður sem er hvað verstur hvað sviryk varðar en marsmánuður er yfirleitt kaldur og þurr. Aka þá margir á nagladekkkjum, eða fram til frysta apríl, þó að það sé þarflítið miðað við aðstæður.

Nagladekkin eru versti skaðvaldurinn hvað svifryk varðar en samvkæmt upplýsingum á vef umhverfissviðs er um helmingur sviryksins malbiksagnir sem naglar dekkjanna spæna upp af auðum og þurrum götunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×