Körfubolti

Denver - Orlando í beinni í nótt

Carmelo Anthony og Allen Iverson verða í eldlínunni á NBA TV klukkan tvö í nótt
Carmelo Anthony og Allen Iverson verða í eldlínunni á NBA TV klukkan tvö í nótt NordicPhotos/GettyImages

Leikur Denver Nuggets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þrjár af skærustu stjörnum NBA deildarinnar í einum pakka.

Gengi Denver hefur alls ekki verið í samræmi við væntingar síðan liðið fékk Allen Iverson til sín frá Philadelphia og hefur liðið aðeins unnið þrjá af tíu leikjum sínum með þessa miklu skorara saman á vellinum.

Denver er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni og hefur unnið 27 leiki og tapað 28. Orlando hefur heldur gefið eftir í Austurdeildinni eftir að hafa verið spútnikliðið þar á bæ í haust. Miðherjinn Dwight Howard dregur vagninn hjá Orlando og skorar að meðaltali 18 stig og hirtið yfir 12 fráköst í leik.

Dagskráin á NBA TV fyrir marsmánuð er nú komin inn á Vísir og er á hægri spássíu undir efnisflokknum körfubolti. Athygli er vakin á því að frá og með 11. mars færa Bandaríkjamenn klukkur sínar fram um klukkustund, svo leikirnir á NBA TV verða því á öllu skaplegri tíma fyrir okkur Íslendinga fram á sumarið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×