Innlent

Fundað um varnarmál

Íslenskir og danskir embættismenn funduðu öðru sinni í gær um samstarf þjóðanna um öryggismál, en fyrsti fundurinn var haldinn rétt fyrir jól. Líkt og á fundi með norskum embættismönnum nýverið, var ákveðið að leggjast nú yfir nánari útfærslur og að embættismenn verði í rafrænu sambandi þar til ástæða þykir til að boða til fundar á ný.

Danskir öryggishagsmunir eru fyrir sunnan, vestan og norðan Ísland vegna Færeyja og Grænlands, en segja má að norskir hagsmunir taki við djúpt norðaustur og austur af landinu, meðal annars vegna Jan Meyen. Fundurinn með dönum var haldinn í Reykjavík og í tengslum við hann var öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli heimsótt og skoðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×