Innlent

Sennilega minni loftmengun á morgun

MYND/Valgarður
„Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima.

Meðaltal dagsins á Grensás klukkan 17 í dag var 68.8 míkrógrömm á rúmmetra sem er rétt yfir heilsuverndarmörkum. Á mælistöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var gildið 37.1 sem er undir mörkum. Enn er óljóst hvoru megin dagurinn í dag (26/2) lendir: undir eða yfir heilsuverndarmörkum.

Góðir valkostir í samgöngum eru því að að ganga, hjóla, fara í strætó, verða samferða öðrum eða vera heima og nota rafræn sambönd og safna saman erindum sem þarfnast bílferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×