Erlent

Kjarnorkumál Írana rædd í London

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans sagði að kjarnorkuáætlunin væri eins og lest sem ekki væri hægt að stoppa.
Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans sagði að kjarnorkuáætlunin væri eins og lest sem ekki væri hægt að stoppa. MYND/AP

Fulltrúar sex lykilríkja í málefnum Írans funda nú í London vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Reynt er að finna leiðir til að fá Írani til að verða við kröfum um að hverfa frá kjarnorkuáætluninni. Fundurinn var ákveðinn þegar eftirlitsaðili á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfesti að íranir hefðu hundsað frest til að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Í desember samþykkti öryggisráðið refsiaðgerðir gegn Írönum, en gaf þeim 60 daga frest til að hætta við áætlunina.

Talsmaður Breta hefur varað Írani viðað sýna kröfum Sameinuðu þjóðanna frekari óvirðingu.

Í gær sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans að ekki yrði horfið frá kjarnorkuáætluninni. Þá sagði talsmaður Írana í dag að kröfur um að hætta auðgun úrans sem skilyrði fyrir viðræðum væru ólöglegar og órökréttar.

Íranir halda áfram að neita staðhæfingum vesurlanda um að þeir séu að byggja kjanrorkuvopn og segja áætlunina einungis í friðsælum tilgangi.

Fundurinn í dag er skipaður fimm fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Frakklandi og Bretlandi, auk Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×