Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka 22. febrúar 2007 15:41 Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér. Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér.
Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira