Innlent

Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu

Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi.

Samkvæmt fréttum frá AFP fréttaveitunni vill borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hefta útbreiðslu kláms á landinu og er því á móti samkomunni. Hún stangast engu að síður ekki við nein lög þar sem hún er kynnt sem afþreyingarferð einstaklinga.

Ennfremur kemur fram í fréttinni að Vilhjálmur hafi beðið lögreglu að rannsaka þá aðila sem hingað koma á samkomuna ef einhver þeirra skyldi tengjast mansali eða barnaklámi. Ef einhver þátttakenda hefur gerst sekur um slíkt athæfi mun lögreglan koma í veg fyrir að viðkomandi geti sótt samkomuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×