Erlent

Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu

Ali Akbar Velayati úr sendinefnd Írana á fundi með utanríkisráðherra Rússlands Sergey Lavrov (í forgrunni) fyrr í þessum mánuði.
Ali Akbar Velayati úr sendinefnd Írana á fundi með utanríkisráðherra Rússlands Sergey Lavrov (í forgrunni) fyrr í þessum mánuði. MYND/AP

Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins.

Afhending úraneldsneytisins á að hefjast í mars og var gert ráð fyrir að kjarnorkuverið gæti hafið framleiðslu á raforku í nóvember.

Yfirvöld í Rússlandi studdu takmarkaðar refsiaðgerðir Sameinuðu Þjóðanna í fyrra gegn Írönum þegar þeir neituðu að hætta auðgun úrans.



Ali Akbar Velayati, an envoy of Iran's Supreme Leader Ayatollah Ali Khamenei, background right, listens to Russian Foreign Minister Sergey Lavrov



Fleiri fréttir

Sjá meira


×