Körfubolti

Sagan á bandi Dallas Mavericks

Dirk Nowitzki er besti leikmaður besta liðsins í deildarkeppninni í NBA til þessa
Dirk Nowitzki er besti leikmaður besta liðsins í deildarkeppninni í NBA til þessa NordicPhotos/GettyImages

Lið Dallas Mavericks var á gríðarlegu skriði þegar flautað var til hlés um stjörnuhelgina í NBA. Liðið hefur unnið 30 af síðustu 32 leikjum sínum og ef þessi árangur liðsins er skoðaður í sögulegu samhengi mætti ætla að liðið ætti góða möguleika á að vinna titilinn í vor.

Dallas hefur unnið 83% leikja sinna fyrir stjörnuleikinn og er þetta fjórða hæsta vinningshlutfall liðs í NBA á þessum tímapunkti síðan árið 1980. Liðin þrjú sem voru með betri árangur en Dallas á þessum 27 árum - unnu öll NBA meistaratitilinn vorið eftir og líka liðið með fimmta besta árangurinn.

Hér má sjá listann (ár, lið, sigrar-töp, vinningshlutfall):

• 1995-96 Chicago      (42-5, 89,4%)

• 1996-97 Chicago      (42-6, 87,5%)

• 1982-83 Philadelphia (43-7, 86%)

• 2006-07 Dallas          (44-9, 83%)

• 1985-86 Boston        (38-8, 82,6%)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×