Körfubolti

Vesturdeildin í sérflokki

Dallas er með besta vinningshlutfallið í NBA um stjörnuhelgina
Dallas er með besta vinningshlutfallið í NBA um stjörnuhelgina AFP

Deildarkeppnin í NBA deildinni hefst aftur annað kvöld eftir árlegt hlé sem gert er á keppni vegna stjörnuleiksins. Þegar rýnt er í tölfræðina er ljóst að Vesturdeildin er með sögulega yfirburði á Austurdeildina hvað varðar vinningshlutfall fyrir stjörnuleik.

Um stjörnuhelgina á enn eftir að spila um 2/5 hluta deildarkeppninnar, en þegar hér er komið við sögu eru liðin fimm sem hafa besta vinningshlutfallið í deildinni öll í Vesturdeildinni. Þetta eru Dallas, 44-9 (.830); Phoenix, 39-13 (.750); Utah, 35-17 (.673); San Antonio, 35-18 (.660); og Houston, 33-19 (.635). Þetta er í fyrsta skipti sem liðin með fimm bestu vinningshlutföllin eru öll í sömu deild og þangað til í ár hafa aðeins liðin með þrjú bestu vinningshlutföllin komið úr sömu deild.

Eins og áður sagði hefst deildarkeppnin í NBA á ný annað kvöld, en þá verður leikur Milwaukee og Detroit sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Á miðvikudagskvöldið verður leikur Toronto og Cleveland sýndur beint á NBA TV á miðnætti, en sá leikur verður svo sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið.

Þar er á ferðinni afar athyglisverður leikur þar sem  Toronto hefur verið eitt heitasta liðið í  Austurdeildinni  undanfarið.  Með liðinu leikur skemmtileg blanda  Bandaríkjamanna og Evrópumanna og kominn tími til fyrir áhorfendur Sýnar að sjá þetta skemmtilega lið.



 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×