Upp í kok af álkjaftæði 18. febrúar 2007 18:17 Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira