Bíó og sjónvarp

Dagur vonar – Leikhússpjall

Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni.

Dagur vonar er íslenskt fjölskyldudrama og fjallar um Láru sem býr með þremur stálpuðum börnum sínum eftir fráfall manns síns. Inn á heimilið kemur elskhugi Láru, Gunnar, atvinnulaus alkóhólisti sem setur fjölskylduna í uppnám og átökin blossa upp. Verkið fjallar um mörkin á milli snilli og geðveiki, draums og veruleika og orsaka og afleiðinga.

Heimasíða Borgarleikhússins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.