Körfubolti

Ég hata homma

Tim Hardaway er ekki gefinn fyrir samkynhneigt fólk
Tim Hardaway er ekki gefinn fyrir samkynhneigt fólk NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum NBA leikmaðurinn Tim Hardaway fór hamförum í útvarpsviðtali sem tekið var við hann í spjallþætti á útvarpsstöð í Miami í gærkvöldi þegar hann var spurður út í það þegar fyrrum leikmaðurinn John Amaechi kom út úr skápnum á dögunum.

"Ég hata homma og vil bara að það komi skýrt fram að ég hata homma. Ég þoli ekki samkynhneigt fólk og ég þoli ekki að umgangast það. Ég þjáist af hommafælni og mér finnst að samkynhneigð ætti hvorki að finnast í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum," sagði Hardaway þegar þáttarstjórnandinn spurði hann út í mál Amaechi, sem tilkynnti að hann væri samkynhneigður í bók sem hann gaf út á dögunum.

"Ég myndi fyrir það fyrsta ekki vilja að það væri hommi í mínu liði og ef svo væri, myndi ég halda mig í hæfilegri fjarlægð frá honum. Svona maður ætti ekkert með það að vera inni í búningsherberginu um leið og ég," sagði Hardaway.

Hardaway sá síðar að sér þegar fréttamaður Fox sjónvarpsstöðvarinnar hringdi í hann. "Ég sé eftir því að hafa sagt þetta og biðst afsökunar á því. Ég ætti ekki að segja svona lagað," sagði Hardaway, en gerði lítið úr því að draga yfirlýsingar sínar til baka. Þessi ummæli Hardaway hafa skiljanlega valdið gríðarlegu fjaðrafoki í fjölmiðlum í bandaríkjunum. Smelltu hér til að sjá frétt um málið og heyra það sem Hardaway sagði í útvarpsþættinum.

Hardaway var fimmfaldur stjörnuleikmaður á sínum tíma og skoraði 17,7 stig og gaf 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik frá árunum 1990-2003.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×