Körfubolti

Langþráður sigur hjá Boston

Nordic photos/afp

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Boston Celtics náði loksins að vinna leik eftir 18 töp í röð. Liðið vann auðveldan sigur á Milwaukee 117-97 á heimavelli, en lið Milwaukee er ekki með mikið betri árangur og hefur tapað 17 af síðustu 20 leikjum sínum.

Af öðrum úrslitum má nefna að San Antonio vann góðan útisigur á Detroit 90-81 og stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Detroit. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio en Rip Hamilton 20 fyrir Detroit.

Utah vann 6. leikinn í röð með góðum sigri á Cleveland 99-98 þar sem Deron Williams skoraði 33 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Utah en Larry Hughes var með 33 stig fyrir Cleveland.

Þá steinlá Phoenix fyrir Seattle 114-90 þar sem Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle og Nick Collison 22 stig og hirti 15 fráköst, en Marcus Banks skoraði 21 fyrir Phoenix. Þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu.

Önnur úrslit í nótt:

Indiana 114 - Memphis 104

Orlando 103 - Portland 91

Toronto 120 - New Jersey 109

Charlotte 100 - Chicago 85

Washington 92, Philadelphia 85

Minnesota 99 - Denver 94

New Orleans 110 - Sacramento 93

Golden State 120 - New York 101

Atlanta 96 - L.A. Clippers 93.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×