Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri 14. febrúar 2007 12:36 Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30. Baugsmálið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30.
Baugsmálið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira