Erlent

Borgar sig að blunda

Getty Images

Að leggja sig í eftirmiðdaginn getur minnkað hættu á hjartasjúkdómum, sérstaklega hjá ungum heilbrigðum karlmönnum. Í grískri rannsókn sem tekið hefur sex ár kemur fram að þeir sem blunda í um hálftíma um miðjan dag minnst þrisvar í viku eru 37% ólíklegri til að látast af völdum hjartakvilla.

Sérfræðingarnir sem stóðu að rannsókninni segja að ástæðan sé líklega sú að blundur hjálpi fólki að slaka á og minnki streitu. Alls tóku 24 þúsund manns á aldrinum 20 til 86 ára þátt í rannsókninni, enginn þeirra hafði átt við hjartakvilla að stríða áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×