Lífið

Með 70 grafir í bakgarðinum

Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu.

Djordjevics sagði það auðvelda honum að heimsækja leiði móður sinnar oftar ef það væri í garðinum, og það sparaði tíma.

Á fréttavef Ananova kemur fram að stuttu síðar hafi nágranni spurt hvort hann mætti jarða ættingja sinn í garði Djordjevics, þar sem hann hefði leyfi. Djordjevic samþykkti það: "Og nú eru 70 nágrannar og vinir grafnir í bakgarðinum mínum," sagði hann.

Samkvæmt heimildum Glas Javnosti dagblaðsins hefur hann nú óskað eftir að fá að breyta húsinu í kirkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.