Svangir og hræddir 8. febrúar 2007 19:30 Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira