Fiskimjölsverksmiðju við Krossanes lokað 7. febrúar 2007 19:25 Aldrei framar munu menn finna peningalykt á Akureyri. Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Krossanesi og eru viðbrögð bæjarbúa ekki öll á sama veg. Framkvæmdastjóri félagsins segir sífellt minna hráefnis til loðnubræðslu og hafi bræðsludagarnir í Krossanesi í fyrra farið undir 30. Þá hafi aðeins verið brædd 14.000 tonn af loðnu og því sé ekki annað að gera en segja starfsmönnunum upp og leggja verksmiðjuna niður. Guðmundur Pétursson hefur allt sitt líf sem nágranni verksmiðjunnar vanist því að hafa peningalyktina í nösunum og þótt fjárfest hafi verið í öflugum mengunarbúnaði hefur lyktin aldrei horfið alveg. Það kemur nokkuð á óvart að hann segist munu sakna lyktarinnar. Frægt varð þegar eigendur verksmiðjunnar gáfu fyrir nokkrum árum öllum nágrönnum konfektkassa. Þá hafði staðið svo mikill styr um bræðslulyktina að íbúar í Holtahverfi sögðust eiga í vandræðum með að selja eignir sínar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað gert verður við verksmiðjuna en starfsmenn segja hana hana aldrei hafa verið betri. Væntanlega verður hluti af tækjabúnaðinum notaður til að endurbóta við bræðslur á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Aldrei framar munu menn finna peningalykt á Akureyri. Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Krossanesi og eru viðbrögð bæjarbúa ekki öll á sama veg. Framkvæmdastjóri félagsins segir sífellt minna hráefnis til loðnubræðslu og hafi bræðsludagarnir í Krossanesi í fyrra farið undir 30. Þá hafi aðeins verið brædd 14.000 tonn af loðnu og því sé ekki annað að gera en segja starfsmönnunum upp og leggja verksmiðjuna niður. Guðmundur Pétursson hefur allt sitt líf sem nágranni verksmiðjunnar vanist því að hafa peningalyktina í nösunum og þótt fjárfest hafi verið í öflugum mengunarbúnaði hefur lyktin aldrei horfið alveg. Það kemur nokkuð á óvart að hann segist munu sakna lyktarinnar. Frægt varð þegar eigendur verksmiðjunnar gáfu fyrir nokkrum árum öllum nágrönnum konfektkassa. Þá hafði staðið svo mikill styr um bræðslulyktina að íbúar í Holtahverfi sögðust eiga í vandræðum með að selja eignir sínar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað gert verður við verksmiðjuna en starfsmenn segja hana hana aldrei hafa verið betri. Væntanlega verður hluti af tækjabúnaðinum notaður til að endurbóta við bræðslur á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira