Körfubolti

Memphis - Houston í beinni í nótt

McGrady hefur skorað 30 stig eða meira í 11 af 20 leikjum síðan Yao Ming meiddist fyrir jól
McGrady hefur skorað 30 stig eða meira í 11 af 20 leikjum síðan Yao Ming meiddist fyrir jól NordicPhotos/GettyImages

Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni.

Houston hefur unnið 30 leiki og tapað aðeins 17 í vetur þrátt fyrir eilífan höfuðverk liðsins í kring um meiðsli þeirra Tracy McGrady og Yao Ming. Það er fyrst og fremst öflugur varnarleikur liðsins sem er að baki þessa góða árangurs, en Tracy McGrady hefur farið á kostum í sóknarleiknum.

Memphis gekk afleitlega framan af vetri þegar Spánverjinn Pau Gasol var frá vegna fótbrots, en liðið er á allt öðru skriði í dag þó árangurinn sé aðeins 12 sigrar og 36 töp. Fastlega er reiknað með því að Pau Gasol verði skipt frá liðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans í NBA síðar í þessum mánuði og hver veit nema áhorfendum gefist kostur á að sjá Gasol í einum af sínum síðustu leikjum fyrir Grizzlies í kvöld - þar sem hann hefur spilað allan ferilinn. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×