Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð 6. febrúar 2007 18:45 Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"] Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"]
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira