Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni 6. febrúar 2007 12:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira