Shaquille O´Neal allur að koma til 6. febrúar 2007 04:58 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans. NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans.
NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum