Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls 3. febrúar 2007 18:47 Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira