Körfubolti

Vafasamt met hjá Boston

NordicPhotos/GettyImages

Tíu leikir fóru fram í NBA í nótt. Indiana lagði LA Lakers í beinni útsendingu á Sýn. Sögufrægt lið Boston Celtics tapaði í nótt 14. leik sínum í röð og er þetta lengsta taphrina þessa stórveldis sem á að baki 16. meistaratitla. Denver vann langþráðan sigur þegar liðið skellti Portland í framlengingu.

Indiana lagði LA Lakers 95-84. Kobe Bryant skoraði 22 stig fyrir Lakers og Jermaine O´Neal 22 fyrir Indiana, sem tryggði sér sigurinn með 17-2 spretti í fjórða leikhluta.

Golden State lagði Philadelphia 102-101 á útivelli. Baron Davis skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Golden State, en Andre Iquodala skoraði 25 stig, gaf 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst fyrir Philadelphia.

Toronto komst yfir 50% vinningshlutfall með því að skella Atlanta 103-91 á útivelli. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst, en Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta.

New Orleans lagði Minnesota 90-83 þar sem Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá New Orleans en Mark Blount skoraði 24 stig fyrir Minnesota.

Cleveland vann öruggan sigur á Charlotte 101-81. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Cleveland og Gerald Wallace 16 fyrir Charlotte.

LA Clippers lagði Boston á útivelli 100-89. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers en Rajon Rondo setti 23 stig fyrir Boston.

Detroit lagði Milwaukee 96-86. Chauncey Billups skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit en Andrew Bogut skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee.

Orlando burstaði New Jersey 119-86. Vince Carter skoraði 25 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 22 stig fyrir Orlando.

Denver lagði Portland í framlengdum leik 114-107. Zach Randolph skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Portland en Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver.

Loks vann Chicago góðan útisigur á Seattle 107-101 þar sem Luol Denv skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Chicago en Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×